7.6.2004 0:00

Mánudagur 07. 06. 04.

Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman í Valhöll klukkan 14.00 en ekki var unnt að funda í alþingishúsinu, þar sem verið er að endurgera húsið. Rætt var um stöðuna, sem hefur skapast eftir að Ólafur Ragnar hefur synjað fjölmiðlalögunum. Ríkti mikill einhugur á fundinum um málsmeðferð og varðandi stuðning við Davíð Oddsson og afstöðu hans.