Laugardagur, 05. 06. 04.
Klukkan 09.30 var aðalfundur Aflsins, félags qi gong iðkenda á Íslandi, í kaffihúsinu grasagarðinum í Laugardal. Vorum við endurkjörin, sem höfum setið í stjórn frá stofnfundi félagsins, sem haldinn var á sama stað árið 2002. Félagsmönnum hefur fjölgað síðan og vandi okkar í stjórn er helst sá að finna nógu stórt hús til æfinga.