16.4.2004 0:00

Föstudagur, 16. 04. 04.

Klukkan 10.30 var umræðna utan dagskrár á alþingi vegna álits kærunefndar jafnréttismála á skipan hæstaréttardómara. Jóhanna Sigurðardóttir hóf umræðuna með dæmalausum og innihaldslausum fúkyrðum. Einkennilegust var ræða Gunnars Örlygssonar þingmanns Frjálslynda flokksins, sem virtist telja, að með vísan til álits kærunefndarinnar ætti ég að fara í fangelsi eins og hann mátti sæta vegna lögbrota sinna. Er líklega einsdæmi, að ræða af þessum toga hafi verið flutt á alþingi.

Að loknum umræðunum flutti ég framsöguræður fyrir þremur málum.