13.4.2004 0:00

Þriðjudagur, 13. 04. 04.

Ræddi fyrir hádegi í síma við Kristófer, sem annast síðdegisþáttinn á Bylgjunni um jafnréttismál og fleira.

Fór síðdegis í Munaðarnes og ávarpaði þing Landssambands lögreglumanna.

Það vakti sérstaka athygli mína í fréttaflutningi páskahelgarinnar, þegar ég fór yfir hana, hve Baugsmiðlunum er orðið uppsigað við mig. Þeir líta greinilega á vefsíðu mína sem sérstaka ögrun við sig fyrir utan að gera lítið úr mér og skoðunum mínum.