19.3.2004 0:00

Föstudagur, 19. 03. 04.

Fór í hádegisverðarboð um borð í togaranum Vilhelm Þorsteinssyni við Vesturbakka í Sundahöfn en þangað var mér boðið með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar til að fagna björgun Baldvins Þorsteinssonar. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, stóð myndarlega að þessu boði eins og hann og menn hans stóðu einstaklega vel og skipulega að björgun Baldvins. Gæslumennirnir sögðu það hafa verið einstæða og skemmtilega reynslu að vinna að þessari björgun með Þorsteini og mönnum hans.

Klukkan 18.30 var ég á opnum fundi með utanríkismálanefnd SUS til að ræða framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.