18.3.2004 0:00

Fimmtudagur, 18. 03. 04.

Tók klukkan 10.30 þátt í umræðum utan dagskrár á alþingi um stöðu héraðsdómstólanna. Ég varð mest undrandi á ræðu Jónínu Bjartmarz, sem taldi stöðugt hafa sigið á ógæfuhliðina fyrir dómstólana síðan dómstólaráð kom til sögunnar. Andmælti því harðlega, að dómstólarnir væru ósjálfstæðir.

Sat borgarstjórnarfund klukkan 14.00.