14.3.2004 0:00

Sunnudagur, 14. 03. 04.

Fór rúmlega 13.00 af stað til Stykkishólms með Rut og Ingu, tengdamóður minni, til að taka þátt í 90 ára afmæli Árna Helgasonar, sem haldið var hátíðlegt með sérstökum glæsibrag, Við vorum komin aftur rúmlega 19.30, eftir að hafa þurft að bíða í 15 mínútur á heimleiðinni við Hvalfjarðargöngin, vegna þess hve seint gekk að innheimta veggjaldið.