3.3.2004 0:00

Miðvikudagur, 03. 03. 04.

Var með mín venjulegu viðtöl fyrir hádegi að loknu sundi og qi gong æfingum.

Klukkan 13.30 var utan dagskrár umræða á alþingi, þar sem Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hóf máls á því, hvað ég ætlaði að gera vegna uppsagnar Landspítalans háskólasjúkrahúss á samningi um lækna um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ég sagði málið til athugunar og þar yrði þeirri spurningu svarað, hvort óhjákvæmilegt væri að hafa alltaf lækni um borð.

Eftir að hafa setið á þingflokksfundi okkar sjálfstæðismanna fór ég á fund í borgarstjórnarflokknum okkar og hlustaði þar meðal annars á fróðlega kynningu á áformum um endurreisn miðborgarinnar af hálfu þeirra, sem vilja koma að því að reisa tónlistarhús og fleira á norðurvæng miðborgarinnar.