29.2.2004 0:00

Sunnudagur, 29. 02. 04

Vorum í Fljótshlíðinni um helgina og fórum síðdegis í messu hjá séra Önundi Björnssyni að Hlíðarenda. Þar var stór hópur eldri borgara og drukkum við með þeim kaffi að lokinni messu að Goðalandi í boði safnaðarins.