20.2.2004 0:00

Föstudagur, 20. 02. 04.

Ríkisstjórnarfundur var að að venju klukkan 09.30 og lauk honum ekki fyrr en undir 11.30. Þá efndi ég til reglulegs fundar með skrifstofustjórum í ráðuneytinu, þar sem við fórum yfir mál, sem eðlilegt er að ræða á slíkum sameiginlegum vettvangi. Í hádeginu hitti ég þá félaga mína, sem komu til málsverðar, en í meira en 30 ár höfum við nokkrir haldið þeirri venju að koma saman í hádegi á föstudögum. Klukkan 15.00 var fundur í ritstjórn stjórnarráðssögu en klukkan 16.30 talaði ég um líkfundinn í Norðfirði og lögreglumál við þá Þorgeir og Kristófer, sem sjá um síðdegisþátt á Bylgjunni. Af þeim, sem eru með slíka þætti, sýna þeir félagar mestan áhuga á þeim málum, sem eru til meðferðar á verksviði dómsmálaráðuneytisins og reyni ég jafnan að bregðast við óskum þeirra um samtal.

Klukkan 19.30 hófst þingveislan að Hótel Sögu.