13.2.2004 0:00

Föstudagur 13. 02. 04.

Um kvöldið var árshátíð stjórnarráðsins haldin að hótel Nordica. Hefur hún aldrei verið fjölmennari og rúmaðist tæplega 700 manna hópurinn ekki í stóra ráðstefnu- og veislusal hótelsins.  Heppnaðist hátíðin vel en ég var undrandi á því, hve hljóðkerfi þessa nýja ráðstefnuhúss virkaði illa og hve erfitt virtist að ná með því til alls þessa hóps - raunar tókst Davíð Oddssyni forsætisráðherra það vel, en hann flutti snjalla hátíðarræðu.