12.2.2004 0:00

Fimmtudagur, 12. 02. 04.

Fór um hádegisbilið til Reykjanesbæjar og ritaði þar undir samning bæjarins og Útlendingastofnunar um móttöku hælisleitenda, sem bærinn hefur tekið að sér.

Við rituðum undir samninginn í Duus-húsi, en við hliðina á salnum, þar sem við vorum, var Árni Johnsen að setja upp sýningu sína á steinverkum, sem hann hafði gert, á meðan hann sat inni á Kvíabryggju. Leit ég inn til Árna, hitti hann og skoðaði verkin undir leiðsögn hans. Þennan dag var hann einmitt laus úr fangavist.

Klukkan 19.00 ræddi ég um utanríkismál í stjórnmálaskóla SUS.