9.2.2004 0:00

Mánudagur, 09. 02. 04

Fór rúmlega 09.00 í heimsókn til Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fyrst um höfuðstöðvarnar í Skógarhlíð, síðan til Hjálparsveitar skáta, þá út á Seltjarnanes til slysavarnadeildar kvenna auk þess að kynnast sjó- og rústabjörgunardeildum hjá björgnuarsveitinni Ársæli, loks niður á höfn um borð í björgunarskipið Ásgrím S. Björnssonn og sigldi með því út á ytri höfn.

Fórum á milli staða í björgunarsveitarjeppa.

Var þetta mjög fróðleg og skemmtileg ferð og traustvekjandi að kynnast því, hve vel er að þessum störfum staðið og við góðar aðstæður.