Þriðjudagur, 27. 01. 04.
Hitti í hádeginu í Folkets hus í Stokkhólmi fréttamenn frá kínverskri sjónvarpsstöð, sem höfðu óskað eftir samtali við mig. Ræddu þeir einkum mannréttindamál - í mikilli vinsemd - en mig grunar að Falun gong reki stöðina.
Fór síðdegis í Utenrikspolitiska Instituttet í Stokkhólmi og hlustaði á Vidar Helgesen aðstoðar-utanríkisráðherra Norðmanna ræða um friðargæslu Norðurlandanna og sáttastarf Norðmanna á Sri Lanka.
Klukkan 18.30 fórum við Svavar Gestsson sendiherra í bænahús gyðinga í Stokkhólmi og tókum þátt í ógleymanlegri minningarstund um þá, sem nasistar myrtu í helförinni - en þennan dag árið 1945 var Auschwitz lokað.