Mánudagur, 19. 01. 04
Fór í heimsókn til Guðmundar Sophussonar, sýslumanns í Hafnarfirði klukkan 13.00, skoðaði lögreglustöð og skirfstofur auk þess sem við rituðum undir árangursstjórnunarsamning. Einnig litum við inn í lögreglustöð embættisins í Garðabæ.
Úr Garðabæ fórum við í Kópavog og heimsóttum Þorleif Pálsson sýslumann og lögreglu þar auk þess að rita undir árangursstjórnunarsamning.