28.10.2003 0:00

Þriðjudagur, 28. 10. 03

Fórum í heimsókn til sýslumannsins á Akureyri, heimsóttum lögreglustöðina og fór til laganema við Háskólann á Akureyri og ávarpaði ég þá. Síðan hittum við dómara við héraðsdóminn á Akureyri.

Eftir hádegi ókum við til Ólafsfjarðar og hittum sýslumann og lögreglumenn þar auk þess að kynna okkur starf þeirra, sem þar vinna að því að skanna alþingistíðindi inn á vefinn. Á leiðinni í gegnum Dalvík hittum við lögreglumanninn, sem var þar á vakt.

Komum til baka til Reykjavíkur með fimm-vélinni.