10.10.2003 0:00

Föstudagur, 10. 10. 03

Dómsmálaráðherrafund Evrópuráðsins lauk um hádegisbil en síðdegis gafst fundarmönnum tækifæri til skoðunarferðar um Sófíu. Kom mér á óvart hve kalt var í lofti og mikill vindur var svo sunnarlega en borgin stendur hátt og í skjóli harra fjalla, sem voru snæviþakin efst. Við fórum um verslunargötur og á markaði, þar sem allt var á iðandi lífi og unnt að kaupa nauðþurftir á lágu verði, enda ríkidæmi ekki mikið meðal almennings, þótt aðrir bærust mikið á í glæsibílum.