4.10.2003 0:00

Laugardagur, 04. 10. 03.

Klukkan 15.00 buðum við borgarfulltrúar sjálfstæðismanna forystumönnum hverfafélaganna í kynnisferð um Reykjavík og var ég fararstjóri í annarri rútunni og veitti leiðsögn með öðrum borgarfulltrúum, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Kjartani Magnússyni og Jórunni Frímannsdóttur. Ökuferðin tók tæpa tvo tíma og síðan var hóf í Valhöll.