Miðvikudagur 20. 08. 03.
Klukkan 13.30 fór ég í heimsókn til lögreglunnar í Reykjavík, efndi til fundar með yfirmönnum, skoðaði einstakar deildir og ávarpaði lögreglumenn á setustofu þeirra, þar sem boðið var kaffi og kökur.
Klukkan 19.00 var ég í þættinum Ísland í dag og sat fyrir svörum hjá Árna Snævar vegna skipunar Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem dómara í hæstarétt, sem ákveðin var daginn áður.