Mánudagur, 18. 08. 03.
Klukkan 09.30 hófst heimsókn mín til Fangelsismálastofnunar með skoðunarferð um fangelsið í Kópavogi, svonefnt Kvennafangelsi, sem hýsir bæði konur og karla. Þaðan var haldið í hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Þá var efnt til fundar í höfuðstöðvum stofnunarinnar við Borgartún. Eftir hádegi ókum við að Litla hrauni og vorum þar um tvær klukkustundir og átti ég meðal annars fund með fulltrúum trúnaðarráðs fanga.