2.8.2003 0:00

Laugardagur, 02. 08. 03.

Síðdegis skrapp ég á flugvöllinn við Múlakot og fylgdist með hátíðinni þar, en fjöldi manna var þar með vélar af ólíkum tegundum og léku sumar listir sínar í háloftunum en aðrir stukku úr fallhlíf.

Fór klukkan 19.00 á samkomu í Kirkjulækjarkoti hjá hvítasunnufólkinu, nágrönnum mínum í Fljótshlíðinni, og naut þess vel að verja kvöldinu með þúsundum manna á góðri kristilegri samkomu, þar sem ég hlaut sérstaka blessun ásamt þeim Drífu Hjartardóttur alþingismanni og Ísólfi Gylfa Pálmasyni, fyrrverandi alþingismann.