26.7.2003 0:00

Laugardagur, 26. 07. 03.

Hélt enn á ný í Skálholt - að þessu sinni úr Fljótshlíðinni - hlustaði á Rut leika með hinum nýja kvarttett  Ultima Thule verkið Sjö orð Krists á krossinum eftir Joseph Haydn, en fyrir tónleikana flutti Jaap Schröder fyrirlestur um verkið. Hlustaði einnig á Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara flytja verk eftir Bach. Kirkjan var þéttsetin á báðum tónleikunum.