7.7.2003 0:00

Mánudagur, 07. 07. 03.

Klukkan 11.00 fór ég í heimsókn til Kjartans Þorkelssonar, sýslumanns á Hvolsvelli. Fyrst funduðum við með fulltrúum almannavarnaráðs og vísindamanna um áhættumat og hættugreiningu í Rangárþingi vegna hugsanlega eldsumbrota í Mýrdalsjökli eða Eyjafjallajökli. Þá kynnti ég mér starfsemi embættisins og lögreglunnar.