1.7.2003 0:00

Þriðjudagur, 01. 07. 03

Á ríkisstjórnarfundi var samþykkt tillaga mín um að farið yrði að óskum almannavarnarnefndar í Rangárþingi um tæplega 20 milljón króna fjárveitingu úr ríkissjóði til að gera áhættumat og hættugreiningu vegna hugsanlegra jarðelda í Goðabungu í Mýrdalsjökli eða Eyjafjallajökli.

Að loknum ríkisstjórnarfundi var haldið að Bessastöðum, þar sem ráðherrar voru í hópi þeirra, sem tóku á móti Johannes Rau, forseta Þýskalands.