25.6.2003 0:00

Miðvikudagur, 25, 06. 03.

Héldum til Stokkhólms klukkan 07.40 og vorum komin þangað klukkan 12. 30 að staðartíma. Ókum rakleiðis til Saltsjöbaden um 60 km frá flugvellinum en leiðin liggur um hjarta Stokkhólms. Komum okkur fyrir í Vaar Gaard, sem er fræðslusetur sænsku samvinnuhreyfingarinnar. Höfðum stund til að ganga í góða veðrinu síðdegis og njóta þess að kynnast strandlífinu, áður en kvöldverður norrænu dómsmálaráðherranna og embættismanna þeirra hófst.