23.6.2003 0:00

Mánudagur, 23. 06. 03.

Heimsóttum Ríkharð Másson sýslumann og samstarfsfólk hans á Sauðárkróki klukkan 11.00 og skoðuðum skrifstofu, lögregluvarðstöð og fangaklefa. Ókum síðan í Hofsós, þar sem við skoðuðum sýningu um Norður-Dakóta í Vesturfarasafninu og snæddum hádegisverð, áður en við héldum að Lónkoti, þar sem Ólafur Jónsson kynnti okkur framkvæmdir sínar og staðhætti.

Klukkan 17.00 var prestastefna sett í Sauðárskrókskirkju og flutti ég þar ávarp að lokinni setningarræðu biskups.

Ókum heim að lokinni setningarathöfninni og vorum á leiðarenda um miðnætti.

Veðrið var einstaklega gott þessa ferðadaga okkar.