22.6.2003 0:00

Sunnudagur, 22. 06. 03.

Héldum af stað klukkan 10.00 norður að Hólum í Hjaltadal með viðkomu á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki, þar sem við bjuggum okkur undir þátttöku í biskupsvígslu á Hólum, sem hófst klukkan 16.00 en þar var séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígður vígslubiskup á Hólum. Var því síðan fagnað um kvöldið í veislu herra Karls Sigurbjörnssonar biskups og Kristínar Guðjónsdóttur, konu hans, í íþróttamiðstöðinni á Sauðárkróki.