19.6.2003 0:00

Fimmtudagur, 19. 06. 03

Var síðdegis á síðasta fundi borgarstjórnar fyrir sumarleyfi. Þar var meðal annars tekist á um áberandi auglýsingar og kostun Og Vodafone á þjóðhátíðarhöldunum 17. júní. Framsóknarmenn vörðu kostunina, en eiga þeir formann þjóhátíðarnefndar, en aðrir voru gagnrýnir. Sérkennilegt var að heyra Steinunni Valdísi úr Samfylkingunni telja auglýsingar þennan dag sambærilegar við auglýsingar til að kosta veðurfréttir í sjónvarpi RÚV.

Fórum um kvöldið í fjölmennt 50 ára afmæli hjónanna Össurar Skarphéðinssonar og Árnýjar Sveinbjörnsdóttur að Kjarvalsstöðum. Sérkennilegt var að greina pólitíska undirstrauma í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar í afmælisræðum.