12.6.2003 0:00

Fimmtudagur, 12. 06. 03.

Fór síðdegis í fyrstu heimsókn mína í stofnun á vegum dómsmálaráðuneytisins og kynnti mér starfsemi Útlendingastofnunar. Hún starfar nú samkvæmt nýsamþykktum lögum og hafa umsvif hennar aukist mikið vegna sífellt vaxandi fjölda útlendinga, sem hingað koma.