5.6.2003 0:00

Fimmtudagur, 05. 06. 03.

Fór fyrir hádegi í EFTA-dómstólinn, sem hefur höfuðstöðvar í Lúxemborg og kynnti mér starfsaðstöðuna þar. Klukkan 15.00 var síðan fundur með dómsmálaráðherrum frá Schengen-ríkjunum. Hann var stuttur enda ekki um nein ágreiningsmál að ræða. Hélt af stað um klukkan 19.00 um París til Reykjavíkur og lenti þar um klukkan 23.30.