Fimmtudagur, 29. 05. 03.
Klukkan 09.00 héldu félagar í Aflinum, félagi qi gong iðkenda af stað í vorferð sína undir forystu Gunnars Eyjólfssonar. Var ekið frá Laugardalshöll til Keflavíkur, þar sem fleiri félagar bættust í hópinn og síðan út að Reykjanesvita, þar sem við gerðum æfingar undir stjórn Gunnars. Síðan fórum við í Sjávarperluna í Grindavík og fengum þar góða sjávarréttasúpu, héldum aðalfund í Aflinum og ókum síðan sem leið liggur um Krýsuvík til Reykjavíkur og vorum við Laugardalshöllina rúmlega 15.30 eftir vel heppnaða ferð í einstaklega góðu veðri.
Eftir heimkomuna fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð, þar kórarnir hennar Þorgerðar efndu til Vorvítamíns.