24.5.2003 0:00

Laugardagur, 24. 05. 03.

Sólríkur dagur rann upp í Fljósthlíðinni og gat ég sinnt vorverkum meðal annars á traktornum mínum, sem ég keypti uppgerðan Massey Ferguson frá 1966 í vetur. Nú er ég að taka til við útihús og slétta landið í kringum þau með aðstoð Viðars bónda Pálssonar á Hlíðarbóli. Einnig hef ég gert ráðstafanir til að mokað verði út úr gömlum fjárhúsum.

Um kvöldið horfði ég á Evrovision-keppnina, þar sem Ísland lenti í 9. sæti og taldi Gísli Marteinn sérfræðingur í Evrovison-keppni, að við gætum vel við það unað.