Fimmtudagur, 22. 05. 03.
Klukkan 10.45 var ég kominn í Ráðherrabústaðinn en þá var ég bókaður til að hitta Davíð Oddsson þar til að ræða við hann um ráðherrval og nefndasetu á alþingi. Ég fór ekki á fundinn með þá ósk á vörunum að verða ráðherra að nýju.
Viðtölin höfðu tekið lengri tíma við þá, sem voru á undan mér í starfrófinu innan þingflokksins og beið ég nokkra stund eftir að ná tali af Davíð. Fór vel á með okkur að vanda og var ég að nýju kominn út í blíðviðrið rúmlega 11.30.
Var ég síðan heima við síðdegis meðal annars til að skrifa vettvangsgrein mína í Morgunblaðið.
Klukkan 18.00 kom flokksráð sjálfstæðismanna saman í Valhöll og var tillaga Davíðs um stjórnarmyndun með Framsóknarflokknum samþykkt meö öllum atkvæðum gegn einu.
Strax eftir fundinn hittist þingflokkurinn í Valhöll og þar kynnti Davíð ákvörðun sína um ráðherra og samkvæmt henni varð ég dóms- og kirkjumálaráðherra.