Mánudagur, 19. 05. 03.
Síðdegis var haldinn aðalfundur í Aflvaka hf. Um það hafði verið rætt, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti formennsku og hætti í stjórninn en Þórlófur Árnason borgarstjóri tæki við af henni. Lét Þórólfur orð falla um þetta á fundi borgarstjórnar, þegar rætt var um framkvæmdastjóra miðborgar. Taldi borgarstjóri, að með formennsku í stjórn skipulagssjóðs, Aflvaka og sem yfirmaður framkvæmdastjóra miðborgar gæti hann beitt sér best til að efla miðborgina.
Á aðalfundinum kom hins vegar fram tillaga um, að Ingibjörg Sólrún sæti áfram sem formaður en Þórólfur yrði áfram í stjórn og voru samþykktir félagsins skýrðar sérstaklega til að borgarstjóri gæti verið áfram í stjórninni.