Mánudagur, 12. 05. 03
Hinn nýkjörni þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman til fundar klukkan 17.00 í alþingishúsinu. Þar ræddu menn kosningaúrslitin og var Davíð Oddssyni veitt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna við Halldór Ásgrímsson.
Um kvöldið hittist þingflokkurinn með mökum og borðaði saman að Grand hotel.