31.3.2003 0:00

Mánudagur, 31. 03. 03.

Tók klukkan 19.00 þátt í fundi nemenda í Réttarholtsskóla um réttindi grunnskólanemenda og var þar meðal ræðumanna ásamt átta nemendum, Stefáni Jóni Hafstein, formanni fræðsluráðs Reykjavíkur, og Þórhildi Líndal, umboðsmanni barna. Fundinum átti að ljúka klukkan 20.30 en hann stóð til  21.30 vegna fjörugra og málefnalegra umræðna. Á mínum grunnskólaárum hefði verið óhugsandi að efna til fundar af þessum toga, nemendur hefðu ekki haft burði eða þjálfun til þátttöku í honum.