20.3.2003 0:00

Fimmtudagur, 20. 03. 03.

Var klukkan 07.00 í RÚV og sat í klukkutíma á Morgunvaktinni með Óðni Jónssyni og ræddi um stríðið í Írak, sem hófst þá um nóttina.

Í hádeginu var ég á fundi með nemendum og kennurum í Háskólanum í Reykjavík og ræddi stríðið í Írak.

Klukkan 14.00 var borgarstjórnarfundur, þar sem borgarstjóri hafði mestar áhyggjur af því, að ég notaði orðaði silkihúfu í gagnrýni minni á ráðningu framkvæmdastjóra miðborgarinnar.