1.3.2003 0:00

Laugardagur 01. 03. 03

Flaug klukkan 11.15 til Egilsstaða og ók þaðan með Arnbjörgu Sveinsdóttur þingmanni á Seyðisfjörð, þar sem við efndum til stjórnmálafundar og var Hilmar Gunnlaugsson lögmaður frummælandi með okkur. Var gaman að koma á Seyðisfjörð en þar finnst hvorki grútarlykt lengur né sést reykur af bræðslu eins og var þegar ég var þar í síldarbræðslu fyrir meira en 30 árum. Tækninni hefur fleygt fram á þessu sviði eins og öðrum.

Lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt um klukkan 19.00.