22.2.2003 0:00

Laugardagur 22. 02. 03

Var fyrir hádegi Í vikulokunum með Össuri Skarphéðinssyni undir stjórn Þorfinns Ómarssonar á rás 1.

Við Rut fórum uppúr hádeginu austur í Fljótshlíð og var það fyrsta ferð hennar þangað eftir að hún datt og braut sig. Fórum á þorrablót um kvöldið og skemmtum okkur vel.