19.2.2003 0:00

Miðvikudagur, 19. 02. 03

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt upp á 50 ára afmæli sitt með glæsibrag.

 

Fór um kvöldmatarleytið í Ísland í dag til að ræða þar við Þórólf Árnason borgarstjóra um skuldastöðu Reykjavíkurborgar. Í svarinu birtist ótvíræð viðurkenning á því, að  skuldir Reykvíkinga hafa vaxið um mörg hundruð prósent undir stjórn R-listans, sem hafði að meginstefnu árið 1994 að létta öllum skuldum af Reykjavíkurborg.