18.2.2003 0:00

Þriðjudagur, 18. 02. 03

Var í Íslandi í bítið með Össuri Skarphéðinssyni og ræddum við um niðurstöður skoðanakönnunar, sem sýndi meirhluta gegn ESB-aðild. Sérstaka athygli vakti, að Össur sagði það ráðast af afstöðu Sjálfstæðisflokksins, hvort Ísland gengi til viðræðna við ESB eða ekki. Hafði hann því enn breytt um skoðun á því, hvernig ætti að nálgast þetta viðfangsefni.

 

Fór síðdegis á fund Vísindanefndar Sjálfstæðisflokksins, þar sem lögð var lokahönd á tillögu til ályktunar á landsfundi flokksins.