16.2.2003 0:00

Sunnudagur, 16. 02. 03

Fór síðdegis í ráðhúsið og skoðaði sýningu á verkefnum grunnskóla í Reykjavík og fylgdist með afhendingu hvatningarverðlauna. Eins og ég hef áður kynnst er mikil gróska í skólastarfinu og er mikils virði, að opna aðgang að því, sem þar er að gerast með þessum hætti og veita þeim viðurkenningu, sem eru að vinna að góðum verkefnum. Til skamms tíma var það ekki talið af hinu góða að stofna til keppni með þessum hætti á milli skóla. Spurning er hvort aðeins eigi að veita viðurkenningu til skóla, hvort ekki eigi að verðlauna þá einstaklinga, sem hafa frumkvæði að nýjungum í skólastarfi.