Miðvikudagur, 12. 02. 03
Fór klukkan 13.30 á viðskiptaþing og hlustaði meðal annars á ræðu Davíðs Oddssonar, þar sem hann boðaði lækkun skatta á einstaklinga. Var ræðu hans mjög vel tekið og greinilegt að menn vildu sýna honum stuðning með kröftugu og langvinnu lófataki.