5.2.2003 0:00

Miðvikudagur, 05. 02. 03.

Um kvöldið flutti ég ræðu á fundi hjá Kiwanis-klúbbnum Kötlu. Ræddi ég m.a. það, sem fram kom fyrr um daginn, þegar Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði fram sannanir um, að Saddam Hussein, einræðisherra í Írak, hefði skilyrði öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við gjöreyðingarvopnum að engu.