Föstudagur 31. 01. 03
Fór rúmlega 09.00 í viðtal hjá Sigurði G. Tómassyni á útvarpi Sögu og ræddum við saman til klukkan 10.00. Klukkan rúmlega 15.00 héldum við í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna austur að Geysi, þar sem við efndum til fundar um störf okkar og stefnu. Við hófum fundi um klukkan 17.00. Það var töluverð hálka á leiðinni austur og var gott að vera í góðum höndum hjá Gunnar Guðmundssyni hjá Guðmundi Jónassyni.