Sunnudagur 19. 01. 03
Ljóst er að frekari rannsókna er þörf til að fá úr því skorið, hvort Rut hefur brotnað við fallið í gær. Hún verður því áfram á bæklunardeildinni.
Klukkan 15.00 fór ég í Kaffitímann hjá Kristjáni Þorvaldssyni á Rás 2 og ræddum við um stjórnmálaástandið, R-listann, borgarstjórninni, Kolkrabbann, fjölmiðla og ævisögur.