Fimmtudagur 16. 01. 03
Klukkan 14.00 hófst borgarstjórnarfundur og þar var ábyrgðin vegna Kárahnjúkavirkjunar aðalmálið. Nokkur hópur andstæðinga var við Ráðhúsið og á pöllum fundarsalarins. Var hópurinn með lófatak fyrir þá, sem hann studdi, púaði á borgarstjóra, þegar hann sagðist styðja ábyrgðina og gerði einhver hróp að mér.
Fyrir utan var hlaðin Ingibjargardys til háðungar við borgarstjóra. Fáni borgarinnar var dreginn í hálfa stöng og síðan fjarlægður af starfsmönnum ráðhússins, íslenski fáninn blakti ekki við hún eins og venja er, þegar borgarstjórn kemur saman til fundar.
Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, sýndi minni myndugleika gagnvart pallagestum en Steinunn Valdís Óskarsdóttir varaforseti, sem hótaði að láta ryðja pallana. ef ekki væri farið með friði.
Fundurinn stóð fram undir klukkan 20.00. Ábyrgðin var samþykkt með sex atkvæðum okkar sjálfstæðismanna, tvemur atkvæðum framsóknarmanna og atkvæði Ingibjargar Sólrúnar.