15.1.2003 0:00

Miðvikudagur 15. 01. 03

Klukkan 14.30 var efnt til fundar með borgarfulltrúum og fulltrúum frá Landsvirkjun ásamt þeim Þorsteini Siglaugssyni og Þórólfi Matthíassyni, sem hafa haft uppi efasemdir um arðsemi af Kárahnjúkavirkjun. Eftir fundinn var boðað til borgarráðsfundar og þar var ákveðið að veita ábyrgðarmálinu vegna Kárahnjúkavirkjunar til borgarstjórnar. Gerði borgarstjóri tillögu um, að ábyrgðin yrði veitt.