14.1.2003 0:00

Þriðjudagur 14. 01. 03

Ókum í bæinn snemma um morguninn. Klukkan 12.00 var borgarráðsfundur og þar lögðum við sjálfstæðismenn fram bókun um að við styddum ábyrgð á láni Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Á fundinum kom fram, að R-listinn var margklofinn í málinu en mér þótti undarlegast, að borgarstjóri skýrði ekki frá afstöðu sinni á fundinum. Eftir hann sagðist hún mundi styðja ábyrgðina.