11.1.2003 0:00

Laugardagur 11. 01. 03

Blíðan heldur áfram í Fljósthlíðinni. Það birtir að vísu ekki mikið  vegna  rigningar.   

Varð undrandi að hlusta á fréttir hljóðvarps ríkisins um væntanlega afstöðu okkar sjálfstæðismanna til ábyrgðar fyrir Landsvirkjun. Um málið er rætt við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem veit auðvitað ekkert um málið. Þá er komist þannig að orði í kvöldfréttum, að  hugsanlega kunni einhverjir sjálfstæðismenn, að "draga lappirnar" í málinu, sem auðvitað er R-listans að leiða í gegnum borgarstjórn.